Saturday 20 November 2010

a precarious trip to the supermarket: icy roads.
the empty landscape shouts your name.
In Fréttablaðið today

"Leita munka erlendisKaþólska kirkjan á Íslandi vinnur enn að ráðagerðum um að hér á landi rísi munkaklaustur í nágrenni höfuðborgarinnar. Leit í erlendum klaustrum að munkum til Íslandsfarar hefur ekki borið árangur. Fyrr verður ekki byggt.
  Þrátt fyrir áralanga leit hefur kaþólska kirkjan á Íslandi ekki enn fundið munka til að manna klaustur sem vonir standa til að rísi í nágrenni Reykjavíkur.
Að sögn séra Patricks Breen, staðgengils biskups kaþólsku kirkjunnar, er langt í land að hér rísi nýtt munkaklaustur.
"Fyrst leitum við að munkum og það mál er ekki enn í höfn," segir séra Patrick, en kaþólska kirkjan hér hefur verið í sambandi við klaustur víða um heim vegna þessa.
Séra Patrick segir að kirkjan vildi helst hafa klaustrið nærri höfuðborginni til þess að fólk eigi sem best með að sækja það heim, hvort heldur sem er um helgar eða eftir vinnu virka daga.
Eins vanti kaþólsku kirkjuna samastað fyrir barna- og unglingastarf líkt og þjóðkirkjan starfræki í Vatnaskógi og víðar. "Við erum ekki með neitt svoleiðis og viljum helst hafa munka til slíkra starfa."
Aðalástæðu áhuga kaþólsku kirkjunnar á byggingu munkaklausturs hér segir hann vera fyrirbænastarf sem í klaustrum sé stundað. Þá hafi sýnt sig í öðrum löndum að opin munkaklaustur njóti verulegra vinsælda hjá fólki sem sæki þar helgihald eða leiti kyrrðar."

surely too much to ask . . . . .  
but I am asking anyway

1 comment: